Læknaráð

Sími 552 4800 - Opið virka daga 09 - 15

Hafa Samband
  • image
  • image

Um Læknaráð

Áratuga reynsla byggð á þekkingu og störfum við læknisþjónustu og ráðgjöf.

Læknaráð var stofnað árið 2013 af þeim Guðmundi Björnssyni, Guðna Arinbjarnar og Ragnari Jónssyni sérfræðilæknum og flutti í núverandi húsnæði á 7. hæð í Holtasmára 1 í Kópavogi í desember 2013.

Fyrirtækin Akkilles slf. og Sjómannaheilsa hafa aðsetur í Læknaráði.

Á biðstofu Læknaráðs er gallerý og sýnir Kristján Eldjárn myndlistamaður frá Akureyri málverk þar núna.

Framkvæmdastjóri Læknaráðs er Svanlaug Inga Skúladóttir.

Þjónustan

Stefna Læknaráðs er að veita faglega, skilvirka og örugga þjónustu með góðu viðmóti gagnvart öllum sem þangað leita.

LÆKNISFRÆÐILEGT MAT

Tryggingalæknisfræði er grein innan læknisfræðinnar sem fjallar um mat og greiningu á andlegri og líkamlegri færnisskerðingu ásamt starfshæfni vegna afleiðinga sjúkdóma og slysa. Greining og mat er oftast vegna réttinda, skv. lögum um almannatryggingar, skaðabótalögum eða bóta vegna líkamstjóns eða sjúkdóma í frjálsum tryggingum svo sem slysatryggingu eða sjúkratryggingu.

Læknar Læknaráðs hafa áratuga reynslu af vinnu sem tengist tryggingalæknisfræði, s.s. mati á starfshæfni, örorkumati og matsgerðum vegna afleiðinga sjúkdóma og slysa. Mat á afleiðingum slysa eða sjúkdóma fer oftast fram á fundi með einum eða tveimur læknum eða lækni og lögfræðingi.

Mat á starfshæfni og afleiðingum sjúkdóma eða slysa er jafnan gert að beiðni fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga.

LÆKNASTOFUR

Í Læknaráði fer einnig fram hefðbundinn læknastofurekstur.

Guðni er með almenna móttöku sjúklinga með stoðkerfis- og verkjavandamál.

Ragnar er með móttöku fyrir einstaklinga með aðal áherslu á hryggvandamál.

Allir sérfræðilæknar Læknaráðs eru einnig með starfsstöð á Læknastofum Akureyrar, Hafnarstræti 97, Akureyri og eru þar reglulega á ferðinni. Allir eru þeir með móttöku fyrir matsmál og Guðni einnig með móttöku fyrir bæklunarsjúklinga þar. Síminn á Læknastofum Akureyrar er 462 2000 og er hann opinn 09 – 16 alla virka daga.

LÆKNISFRÆÐILEG RÁÐGJÖF

Læknar Læknaráðs eru einnig með viðtöl og ráðgjöf við einstaklinga og fyrirtæki varðandi heilbrigðismál og lausnir á málum er tengjast fyrirbyggjandi læknisfræði.

Læknaráð býður upp á hefðbundna "trúnaðarlæknisþjónustu" þ.e. læknisfræðilega ráðgjöf vegna veikinda starfsmanna, starfshæfnismat, heilsufarseftirlit og aðra sérfræðiþjónustu því tengdu.

Fyrirtækin Sjómannaheilsa og Akkilles bjóða upp á ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og eftirlit, sérstaklega sniðin að þörfum sjómanna og útgerða og starfsfólks orkufyrirtækja.

Starfsmenn Læknaráðs

Hjá Læknaráði starfa sérfræðilæknar, ritarar og hjúkrunarfræðingar.

Guðmundur Björnsson

Endurhæfingarlæknir
Guðmundur Björnsson er fæddur 10. október 1957 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984. Hann varð sérfræðingur í endurhæfingarlækningum árið 1990 að loknu framhaldsnámi í Svíþjóð.

Guðmundur starfaði m.a. á árunum 1984 -1987 á slysadeild Borgarspítalans, í heilsugæslu og í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá árinu 1992-2000 gegndi hann starfi yfirlæknis í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.  Hann hefur starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í tryggingalæknisfræði og endurhæfingu m.a. fyrir Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands, Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg, lífeyrissjóði, tryggingafélög og lögmenn.

Hann sat í aðalstjórn Læknafélags Íslands á árunum 1993-1999, tvö síðustu árin sem formaður.

Guðmundur stofnaði fyrirtækið Saga Heilsa árið 1999  og sameinaði það síðar fyrirtækinu Liðsinni, leiðandi fyrirtæki í einkarekinni heilbrigðisþjónustu sem selt var Heilsuverndarstöðinni, sem heitir nú Heilsuvernd.

Guðmundur lauk prófi frá "American Board of Independant medical examiners" í janúar 2006 og MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2008.

Guðmundur starfaði sem læknir fyrir Janus endurhæfingu frá árinu 2002, var hluthafi og stjórnarformaður en seldi sinn hlut árið 2011.

Hann hefur sérhæft sig í læknisfræðilegri ráðgjöf fyrir atvinnulífið, hefur 25 ára reynslu af starfshæfnis-, örorku- og endurhæfingarmati ásamt ráðgjöf fyrir Tryggingastofnun, tryggingafélög, lögmenn, lífeyrisjóði, stofnanir og fyrirtæki.

Til að ná í Guðmund:
Hringið í ritara Læknaráðs s. 552 4800 – skiptiborðið er opið á milli klukkan 09 – 15 alla virka daga. Netfang móttökuritara er ritari@laeknarad.is.

Guðni Arinbjarnar

Guðni Arinbjarnar er fæddur 24. júní 1961 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ísland 1988. Hann lauk sérfræðiprófi í bæklunarskurðlækningum 1995, fékk sérfræðileyfi í Danmörku 1996 og í Noregi 1997.
 Bæklunarskurðlæknir
Guðni er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum með læknastofu og skrifstofu í Læknaráði, Kópavogi, skurðstofu í Handlæknastöðinni Glæsibæ í Reykjavík, skurðstofu og læknastofu á Læknastofum Akureyrar og læknastofu í Lyf og heilsu í Reykjanesbæ.
Sjómannalæknir
Guðni er sjómannalæknir og hefur öðlast réttindi (norsk) til útgáfu alþjóðlegra vottorða til sjófarenda.
“Petroleumslæknir”
Guðni er einnig viðurkenndur petroleumslæknir í Noregi og hefur réttindi til að gefa út læknisvottorð til þeirra sem vinna við olíuvinnslu við Noreg.
Matslæknir ( tryggingalæknir)
Guðni er sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður varanlegs miska og örorku fyrir tryggingafélög, lögmenn og Sjúkratryggingar Íslands. Hann starfar einnig að matsmálum fyrir VIRK Starfsendurhæfingarsjóð. Guðni er með CIME viðurkenningu (Certified Indepent Medical Examiner)

Guðni stofnaði fyrirtækin Akkilles og Sjómannaheilsu. Þessi fyrirtæki sérhæfa sig meðal annars í umsjón með heilbrigðismálum starfsfólks orkufyrirtækja og umsjón með heilbrigðismálum starfsfólks í sjávarútvegi. 

Guðni framkvæmir bæklunarskurðaðgerðir á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og á Læknastofum Akureyrar. Þær aðgerðir sem Guðni framkvæmir aðallega eru:
• Liðspeglanir á öxlum, hnjám.
• Hendur: Losun tauga (carpal tunnel), gikkfingur (trigger finger), hlaupbelgir (ganglion) og fleira.
• Fætur: Fráhverf stóratá (hallux valgus), hamartær, klótær, inngrónar neglur og fleira.

Til að ná í Guðna:
Guðni er með símatíma á miðvikudögum klukkan 11:00 – 12:00, hringið í síma 894 5840, netfang Guðna er gudni@laeknarad.is.

Einnig er hægt að hringja í ritara Læknaráðs s. 552 4800 – skiptiborðið er opið á milli klukkan 09 – 15 alla virka daga. Netfang móttökuritara er ritari@laeknarad.is

Ragnar Jónsson

Bæklunarskurðlæknir
Ragnar Jónsson er fæddur 14. október 1952 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1979.
Var í sérnámi í bæklunarskurðlækningum á Íslandi og Svíþjóð 1982 - 1991. Sérhæfing í hryggjarskurðlækningum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 1987 – 1991.
Sérfræðiviðurkenning í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð 1987 og á Íslandi 1989.
Hann lauk réttindaprófi til örorkumata í Bandaríkunum (CIME, certified independent medical examiner) árið 2004. Vann sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum með sérhæfingu í hryggjarskurðlækningum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (síðar Landspítali - háskólasjúkrahús) 1991 – 2001. Hefur eftir það verið sjálfstætt starfandi bæklunarskurðlæknir. Hefur frá 1992 unnið við gerð örorkumata og matsgerða vegna tryggingamála og við læknisfræðilega ráðgjöf vegna slíkra mála.
Ragnar hefur starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í tryggingalæknisfræði m.a. fyrir Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands, Landlæknisembættið, tryggingafélög og lögmenn.
Hann lauk meistaraprófi í lögum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008.
Ragnar er starfandi formaður Íslenskra bæklunarfélagsins frá árinu 2004.
Ragnar hefur m.a. unnið að rannsóknum á hálshnykkjum á Íslandi, m.a. tíðni og þróun einkenna, einnig að öðrum rannsóknum vegna hryggjarsjúkdóma og hryggjaráverka .
Er aðjunkt í líffærafræði við Læknadeild frá 2012.

Til að ná í Ragnar:
Hringið í ritara Læknaráðs s. 552 4800 – skiptiborðið er opið á milli klukkan 09 – 15 alla virka daga. Netfang móttökuritara er ritari@laeknarad.is.

Svanlaug Inga Skúladóttir

Hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri
Svanlaug er fædd 16. október 1961. Hún lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og M.N. prófi í hjúkrun frá University og Calgary í Kanada árið 1988. Hún lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og Mastersgráðu í Sjómannaheilsu (Master of Maritime Health) frá University of Cadiz á Spáni ári 2012.

Svanlaug hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og klínískur sérfræðingur í hjúkrun aðallega á slysadeildum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í Reykjavík, á Akureyri, í Danmörku og í Noregi.

Svanlaug stofnaði ásamt Guðna Arinbjarnar fyrirtækin Akkilles og Sjómannaheilsu og hefur starfað þar sem hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri.
Svanlaug er líka framkvæmdastjóri Læknaráðs og Læknastofa Akureyrar.

Til að ná í Svanlaugu:
Sími: 894 0003
svanlaug@centrum.is

Kristbjörg Rúnarsdóttir

Læknafulltrúi
Kristbjörg er fædd 13. júní 1970. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

Kristbjörg starfaði á fjármálasviði LOGOS lögmannsþjónustu frá 2007 - 2014. Bjó í Danmörku í nokkur ár og útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Inter-Clinitique í Álaborg árið 1999. Áður starfaði hún m.a. hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. og Skandia (Fjárfestingafélagi Íslands).

Til að ná í Kristbjörgu:
Sími: 899 5170
ritari@ragnarj.is

Birna Benediktsdóttir

Móttökuritari og almenn ritarastörf
Birna er fædd 26. október 1961. Birna lauk rekstrarfulltrúanámi árið 2013.

Birna hefur lokið námi í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og starfar líka sem slíkur.

Til að ná í Birnu:
Sími 552 4800
ritari@laeknarad.is

Halldóra Halldórsdóttir

Læknaritari
Halldóra er fædd 30. nóvember 1960. Hún lauk læknaritaraprófi árið 1981 og hefur starfað sem læknaritari síðan.
Til að ná í Halldóru:
Sími 842 2805
halldora@laeknarad.is

Ráðstefnur

Við hjá Læknaráði höfum mikinn metnað fyrir okkar störfum og höfum staðið að ráðstefnum fyrir fagfólk sem tengist læknisfræðilegum mötum.

Ráðstefna 2013

Valda lághraðaárekstrar varanlegu líkamstjóni? Ráðstefna haldin í Háskólabíó 13. júní 2013 með þekktum innlendum og erlendum fræðimönnum og fyrirlesurum. Ráðstefnan fjallaði um lághraðaáverka. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Lögmannafélag Íslands, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Íslenska tryggingalæknisfræðifélagið.

Skoða nánar

Ráðstefna 2014

Líkamstjón – Orsakatengsl Ráðstefna haldin í Háskólabíó – 17. október 2014 með þekktum innlendum og erlendum fræðimönnum og fyrirlesurum. Ráðstefnan fjallaði um orsakatengsl slysa og líkamstjóna, andlegt tjón.  Læknisfræðileg og lögfræðileg nálgun. Ráðstefnan  var haldin í samvinnu við Læknaráð, Lögmannafélag…

Skoða nánar
Skoða alla viðburði

HAFA SAMBAND

Fyrirspurnir sendast á laeknarad@laeknarad.is eða með því að fylla út formið hér að neðan og er þeim þá komið til þess er málið varðar.

Læknaráð
Holtasmári 1, 7. hæð
201 Kópavogur

Skiptiborðið er opið 09 - 15 alla virka daga.
Sími: 354 552 4800
Netfang: laeknarad@laeknarad.is
Afgreiðsla: ritari@laeknarad.is

Læknaráð - Hjartahúsið